Eyja M. J. Brynjarsdóttir
KRI_hug_eyja_90905_001.jpg

Um mig

 
Ljósmynd: Catrine Val

Ljósmynd: Catrine Val

Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir

Ég er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Ég hef sinnt rannsóknum á ýmsum sviðum, eins og frumspeki, hugspeki, þekkingarfræði og femínískri heimspeki, en áhugamál mín eru yfirleitt tengd sambandi mannshugarins við heiminn í kringum hann. Upp á síðkastið hef ég aðallega fengist við rannsóknir í félagslegri heimspeki, einkum félagslegri frumspeki, félagslegri þekkingarfræði, femínískri heimspeki og hagnýtri siðfræði. Ég er stjónarformaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands (frá 2023) og frá 2022 til 2024 er ég einn af ritstjórum NORA - Nordic Journal of Feminist and Gender Research. Ásamt fleirum stýri ég verkefninu Flæðandi siðfræði: Femínísk siðfræði og #MeToo.

Það næst í mig í: eyjamb[at]gmail.com eða eyjabryn[at]hi.is