Eyja M. J. Brynjarsdóttir
frumspekikanína.jpg

Bækur og ritstjórn

reality of money.jpg

The Reality of Money

Bókin The Reality of Money: The Metaphysics of Financial Value kom út í október 2018 hjá Rowman & Littlefield International. Þar fjalla ég um spurningar á borð við „Hvað eru peningar og hvernig öðlast þeir gildi sitt?“ „Hvernig eignum við hlutum sem hafa gildi fyrir manneskjur peningalegt gildi þegar gildi þeirra virðist ekki mælanlegt?“ „Hvaða hlutverki þjóna peningar í gerð samfélagsins?“ „Eru peningar raunverulegir?“ Þrátt fyrir hin gríðarlegu áhrif peninga á mannlegt samfélag sem og áhrif þeirra á hinar ýmsu ákvarðanir okkar á hverjum degi þá er merkilega lítið til af heimspekilegu efni um peninga. Í þessari bók skoða ég frumspekilegan grunn peninga ásamt valdakerfinu sem fjármálaheimurinn hvílir á. Þannig tengi ég verufræði peninga við hinar ýmsu hugleiðingar um ójöfnuð og annað sem við tengjum hversdagslegu lífi.

 


Dagbók

dagbok.jpg

Ásamt samstarfskonum í verkefninu Femínísk heimspeki og umbreyting heimspekinnar skrifaði ég dagbók fyrir 2016 þar sem fjallað var um 52 konur úr sögu heimspekinnar.

 


Lærdómsrit Hins íslenska bókmenntafélags

Ég var ritstjóri Lærdómsrita Bókmenntafélgasins frá haustinu 2014 til haustsins 2018. Nýjasta viðbótin er Pyrrhos og Kíneas eftir Simone de Beauvoir sem kom út 2018.

varnar konunnar.jpeg

Ritstjórn fagtímarita

Frá miðju ári 2022 hef ég verið einn af þremur ritstjórum NORA - Nordic Journal of Feminist and Gender Research

Einu sinni var ég ritstjóri Hugar, tímarits um heimspeki.

Ég hef líka verið ritstjóri Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar HÍ.