Eyja M. Brynjarsdóttir
Eyja M. Brynjarsdóttir
Pair_of_Icelandic_Sheep.jpg

Greinar á íslensku

Greinar á íslensku

Bráðum koma fleiri greinar

Wiener_Kreis_erstmals_im_Druck.jpg

Rökgreiningarheimspeki sem gagnrýnistól: Heimspeki sem viðbragð við fasisma og öðrum mannskemmandi öflum

Hugur 28. ár, 2016–17.

Sú hefð sem nú er kölluð rökgreiningarheimspeki hefur ekki haft þá ímynd að fela í sér mikla samfélagsgagnrýni, heldur er gjarnan litið á hana sem tæknilega og ópólitíska. Í þessari grein eru færð rök fyrir því að svo þurfi alls ekki að vera, bæði með því að líta til gamalla dæma úr sögu hefðarinnar og með því að skoða nýlega þróun.

1498910-420x0.jpg

Peningar sem samfélagsfyrirbæri. Af gildum, mælingum og hugvísindum

Birtist í greinasafninu Hugsað með Vilhjálmi, 2015.

Í þessari grein er gerð grein fyrir peningum sem samfélagsfyrirbæri og svo fjallað um vandkvæði tengd því að mæla með þeim hluti sem ættu ekki að vera mælanlegir. Því haldið fram að okkur sé sambærilegur vandi á höndum þegar við reynum að meta gildi hugvísinda með megindlegum kvörðum og þegar við ákvörðum peningalegt gildi hluta sem fela í sér lífsgæði.

mw56414.jpg

Heimspekingar og stjórnmál

Hugur 28. ár, 2016–17.

Þetta er þýðing mín á grein Susan Stebbing, „Philosophers and Politics“, sem birtist upphaflega árið 1939 í breska bókmenntatímaritinu Scrutiny.

EarlyYears.jpg

Blóðsykur, vinnuvikur, mælistikur: Um peninga, vinnu og verðmæti

Ritið 3/2015

Í þessari grein er fjallað um ýmsar takmarkanir peninga sem mælikvarða á gildi bæði hluta og vinnu. Færð eru rök fyrir því að peningar séu afar óáreiðanlegur mælikvarði á gildi þrátt fyrir að vera mikið notaðir í þeim tilgangi. Farið er yfir kenningar um gildi hluta og tengsl þeirra við vinnu og hvernig peningar koma við sögu við gildismælingar, horft til hugmynda um að rjúfa tengsl peninga og vinnu með svokallaðri skilyrðislausri grunnframfærslu, tengsl peninga við skuldir, þvingun og þrældóm skoðuð og litið til hugmynda Johns Locke um að gildi peninga megi leiða af föstu gildi góðmálma.